Skip to main content

Þjónusta

Gólfhiti & Gólffræsing

Miðlarinn ehf  er mest að fræsa fyrir gólfhita í eldri húsum þar sem komið er að þvi að skipta um ofna og lagnir, einnig þar sem hefur orðið vatnstjón og fólk velur að fara frekar í gólfhita þó ekki sé komið að því að endurnýja ofna, þar er verið að sækjast eftir jafnari hita,  plássinu sem ofnar taka og takmarka veggpláss.

Til þess að hægt sé að fræsa þurfa gólfin að vera slétt, ef fjarlægt hafa verið flísar eða límdir dúkar þarf að slípa gólfin svo vélin sem fræsir geti runnið yfir þau.

Við gerum föst verðtilboð þér að kostnaðarlausu sem tiltaka allt sem gert verður

Tækjabíllinn

Tæki sem golfhitafræsing.is er með  eru 3 fasa fræsivél sem mest er notuð, 2 fasa fræsivél sem er nettari  og er notuð ef fræsa þarf fyrir mörgum rörum þegar farið er gegnum hurðagöt , eða í þröngum rýmum, síðan er tveggja blaða handverkfæri ef redda þarf tengingu þar sem vélar komast ekki.

Síðan eru við með okkar eigin rafstöð þar sem við notum 3x fasa rafmagn og það venjulega ekki í Íbúðarhúsnæði.

Við komum með 3x ryksugur og vatnssugu sem kemur sér vel þegar ofnar eru teknir niður til að tæma þá áður en bornir eru burtu, Bíllinn ber flesta þá varahluti sem tækin þarfnast ef eitthvað bilar. Framlengingasnúrur í  tugum metra, litaspreyin til að merkja lagnaleiðir í gólfum,

Fá tilboð

Hér sjáum við hvernig gólfin eru fræst, ekkert ryk og auðvelt að leggja hitalögn í gólfið eftir gólffræsingu.